Melar Sport

Melar Sport ehf. er þekkingar- og þjónustufyrirtæki fyrir íþróttasamfélagið, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað um mitt ár 2009 utan um rekstur Dr. Viðars Halldórssonar félagsfræðings.

Viðar hefur sinnt verkefnum sem ráðgjafi fyrir íþróttafélög, fyrirtæki og stofnanir frá árinu 2001. Frá árinu 2003 starfaði hann sem lektor við Kennaraháskóla Íslands og síðar við Háskólann í Reykjavík þar sem hann var m.a. sviðsstjóri íþróttafræðasviðs. Hann gegnir nú lektorsstöðu í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viðar hefur sinnt kennslu og rannsóknum í félagsfræði, íþróttafélagsfræði og íþróttasálfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands. Hann er með doktorspróf í félagsfræði með sérstaka áherslu á félagsfræði árangurs (sociology of excellence).

Viðar hefur sinnt margvíslegri ráðgjöf fyrir íþróttahreyfinguna á þessum tíma og meðal annars komið að stefnumótun fyrir íþróttafélög og íþróttastofnanir; rannsóknum fyrir íþróttafélög og stofnanir; hvatningafyrirlestrum og aðstoð við íþróttalið í fjölmörgum íþróttagreinum; sem og sinnt einstaklingsráðgjöf fyrir íþróttamenn.

Viðar hefur á undanförnum árum starfað fyrir fjölmörg íþróttafélög, félagslið og landslið, íþróttastofnanir sem og einstaklinga – auk þess að starfa fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.